Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 13:03 Fjölnir er formaður Landssambands lögreglumanna. Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu (NEL) tók fyrr í þessum mánuði ákvörðun um að senda erindi tengt Ásmundarsalarmálinu svokallaða, þar sem lögregla hafði afskipti af mannamóti á Þorláksmessu og taldi að sóttvarnareglur hefðu verið brotnar, til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þess sem nefndin leit til við rannsókn málsins var samtal milli tveggja lögreglumanna um hvernig dagbókarfærsla lögreglu, sem send var fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun, ætti að hljóma. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna, telur nefndina seilast langt þegar einkasamtöl lögreglumanna eru skoðuð við rannsókn á störfum lögreglu. Hann segir koma til greina að fá úr málinu skorið hjá Persónuvernd. Hann segir hættu á því að lögreglumenn dragi úr notkun búk- og bílamyndavéla ef hætta er á að einkasamtöl þeirra verði skoðuð við rannsókn mála. „Þessar myndavélar eru öryggistæki og eiga fyrst og fremst að vera notaðar sem öryggistæki lögreglumanna og borgaranna, ef eitthvað stórt kemur upp á, að geta upplýst málin þannig. En ekki til að fylgjast með persónuhögum lögreglumanna og hugsunum þeirra,“ segir Fjölnir. Hann segir að von sé á yfirlýsingu frá sambandinu eftir helgi. Þá sé sambandið búið að heyra í lögfræðingi vegna málsins. „Það er bara mín persónulega skoðun að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu sé komin töluvert út fyrir sitt valdsvið þarna.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. júní 2021 18:52 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Nefnd um eftirlit með störf lögreglu (NEL) tók fyrr í þessum mánuði ákvörðun um að senda erindi tengt Ásmundarsalarmálinu svokallaða, þar sem lögregla hafði afskipti af mannamóti á Þorláksmessu og taldi að sóttvarnareglur hefðu verið brotnar, til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þess sem nefndin leit til við rannsókn málsins var samtal milli tveggja lögreglumanna um hvernig dagbókarfærsla lögreglu, sem send var fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun, ætti að hljóma. Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna, telur nefndina seilast langt þegar einkasamtöl lögreglumanna eru skoðuð við rannsókn á störfum lögreglu. Hann segir koma til greina að fá úr málinu skorið hjá Persónuvernd. Hann segir hættu á því að lögreglumenn dragi úr notkun búk- og bílamyndavéla ef hætta er á að einkasamtöl þeirra verði skoðuð við rannsókn mála. „Þessar myndavélar eru öryggistæki og eiga fyrst og fremst að vera notaðar sem öryggistæki lögreglumanna og borgaranna, ef eitthvað stórt kemur upp á, að geta upplýst málin þannig. En ekki til að fylgjast með persónuhögum lögreglumanna og hugsunum þeirra,“ segir Fjölnir. Hann segir að von sé á yfirlýsingu frá sambandinu eftir helgi. Þá sé sambandið búið að heyra í lögfræðingi vegna málsins. „Það er bara mín persónulega skoðun að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu sé komin töluvert út fyrir sitt valdsvið þarna.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. júní 2021 18:52 Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31
Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25. júní 2021 18:52
Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24. júní 2021 18:37