Segir þá ensku finna lykt af gulli Anton Ingi Leifsson skrifar 29. júní 2021 19:00 Pickford og Rice fagna eftir sigurinn á Wembley í dag. Þeim er væntanlega slétt sama um leikaðferðina, svo lengi sem þeir vinna. Eddie Keogh/Getty Margrét Lára Viðarsdóttir, spekingur Stöðvar 2 Sports, hrífst ekki af leikstíl enska landsliðsins í fótbolta en segir hann árangursríkan. Margrét Lára, Atli Viðar Björnsson og Kjartan Atli Kjartansson gerðu upp 2-0 sigur Englands á Þýskalandi í EM í dag. Kjartan Atli nefndi að það væri mikil og góð stemning í enska hópnum og stjórinn Gareth Southgate væri með góð tök á hópnum. „Það er gulls ígildi að leikmennirnir séu tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og fyrir liðsfélagana,“ sagði Margrét Lára. Hún hélt áfram: „Þetta er þolinmæðisvinna og það er ekkert skemmtilegt að spila svona fótbolta þar sem maður fer lítið úr stöðum og tekur lítið af sénsum.“ „Þetta er ekki skemmtilegasti fótboltinn en þetta er mjög árangursríkt. Þeir eru búnir að halda hreinu alla keppnina. Það segir sitt. Þetta er að virka og þeir eru farnir að trúa því. Þeir eru farnir að finna lykt af gulli.“ Atli Viðar segir að þjálfarahæfileikar Southgates hafi hjálpað honum í vegferðinni. „Það er í umræðunni að Southgate sé góður maður á mann. Hann sé duglegur að tala við þá og ég held að hann sé með yngsta meðalaldurinn í mótinu. Hann getur mótað leirinn eftir sínu höfði og þeir virðast vera kaupa hugmyndafræðina. Meðan það gengur vel þá eru allir um borð.“ England mætir annað hvort Svíþjóð eða Úkraínu í átta liða úrslitunum en sá leikur hefst klukkan 19.00. Klippa: EM í dag - Umræða um England EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Margrét Lára, Atli Viðar Björnsson og Kjartan Atli Kjartansson gerðu upp 2-0 sigur Englands á Þýskalandi í EM í dag. Kjartan Atli nefndi að það væri mikil og góð stemning í enska hópnum og stjórinn Gareth Southgate væri með góð tök á hópnum. „Það er gulls ígildi að leikmennirnir séu tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og fyrir liðsfélagana,“ sagði Margrét Lára. Hún hélt áfram: „Þetta er þolinmæðisvinna og það er ekkert skemmtilegt að spila svona fótbolta þar sem maður fer lítið úr stöðum og tekur lítið af sénsum.“ „Þetta er ekki skemmtilegasti fótboltinn en þetta er mjög árangursríkt. Þeir eru búnir að halda hreinu alla keppnina. Það segir sitt. Þetta er að virka og þeir eru farnir að trúa því. Þeir eru farnir að finna lykt af gulli.“ Atli Viðar segir að þjálfarahæfileikar Southgates hafi hjálpað honum í vegferðinni. „Það er í umræðunni að Southgate sé góður maður á mann. Hann sé duglegur að tala við þá og ég held að hann sé með yngsta meðalaldurinn í mótinu. Hann getur mótað leirinn eftir sínu höfði og þeir virðast vera kaupa hugmyndafræðina. Meðan það gengur vel þá eru allir um borð.“ England mætir annað hvort Svíþjóð eða Úkraínu í átta liða úrslitunum en sá leikur hefst klukkan 19.00. Klippa: EM í dag - Umræða um England EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira