Innlent

Aug­lýsingar RÚV fyrir Krakka­f­réttir ó­lög­legar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
RÚV hefur verið sektað um eina milljón króna vegna brots á fjölmiðlalögum. 
RÚV hefur verið sektað um eina milljón króna vegna brots á fjölmiðlalögum.  Vísir/Vilhelm

Ríkisútvarpið hefur verið sektað um milljón króna vegna auglýsinga sem voru sýndar beint á eftir Krakkafréttum alla vetur frá nóvembermánuði 2015 og til maímánaðar 2021. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að sýna auglýsingar strax fyrir og í kjölfar dagskrárliðar sem ætlaður er börnum 12 ára og yngri.

Krakkafréttir voru veturinn 2015-2016 sýndar fjórum sinnum í viku beint á undan auglýstingatíma RÚV og frá hausti til vors á hverju ári eftir það. Ekkert virðist þó benda til þess að auglýsingunum hafi sérstaklega verið beint að börnum. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar.

Krakkafréttir hafa verið nú verið færðar framar í dagskrá Ríkisútvarpsins og verða framvegis hvorki sýndar beint eftir eða á undan auglýsingatímum.

Málið var tekið til meðferðar hjá fjölmiðlanefnd eftir að Sýn hf. kvartaði yfir málinu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar er í eigu Sýnar hf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×