Innlent

Saurinn reyndist svo sannarlega úr álft

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ferðalangar á leiðinni í göngu á Hornströndum.
Ferðalangar á leiðinni í göngu á Hornströndum. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft.

Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Vestfjörðum á Facebook þar sem málið er reifað. Mikill viðbúnaður hafi verið eftir að Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona og gönguhópur hennar tilkynnti skilmerkilega að mögulega gæti verið hvítabjörn á slóðum þeirra. 

Saur sem hópurinn gekk fram á var af þeirri stærðargráðu. Rosalega mikill og rosalega stór, eins og Þóra sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út og tveir lögreglumenn frá Ísafirði sendir með.

„Í ljósi aðstæðna voru gerðar ráðstafanir til að hafa uppi á öllum á svæðinu í varúðarskyni.“

Eftir nánari eftirgrennslan og athuganir hafi komið í ljós að úrgangurinn tilheyrði álft. En mikið er af þeim fugli á þessu svæði.

„Allur er varinn góður og rétt var af hópnum að gera yfirvöldum viðvart.“


Tengdar fréttir

Ísbjörninn sem reyndist líklega álft

Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða.

Telja ekki um hvítabjörn að ræða

Leit er hætt að ísbirni á Hornströndum en eftir „nánari eftirgrennslan og rannsóknir“ er ekki talið að ummerki sem gönguhópur fann í gær séu eftir hvítabjörn.

Leita á Hornströndum vegna mögulegra ummerkja um ísbjörn

Leit stendur nú yfir á Hornströndum eftir að gönguhópur tilkynnti lögreglu á Vestfjörðum um ummerki eftir mögulegan ísbjörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum á öðrum tímanum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×