VÍS greiði tæplega þrjár milljónir króna vegna læknamistaka Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 13:53 Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands. Vísir/Villi Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira