Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2021 19:01 Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri. Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira