Fótbolti

Gæti komið beint úr sótt­kví í byrjunar­liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mount kvöldið örlagaríka.
Mount kvöldið örlagaríka. Shaun Botterill/Getty

England er að undirbúa sig af krafti fyrir leik liðsins í 16-liða úrslitunum gegn Þýskalandi á EM 2020.

Mason Mount og Ben Chilwell hafa veriðí sóttkví eftir að hafa spjallað við Billy Gilmour eftir leik Englands og Skota.

Gilmour greindist með kórónuveiruna daginn eftir og því voru samherjarnir hjá Chelsea skikkaðir í sóttkví en sóttkvínni lýkur á miðnætti.

Þeir hafa æft einir á öðrum velli en samherjar sínar í enska landsliðinu á St. George's Park æfingasvæði Englands.

Ólíklegt er að Chilwell byrji en miðjumaðurinn Mount gæti hins vegar komið beint inn í byrjunarlið Gareths Southgate.

Hann var í byrjunarliðinu gegn Króatíu og Skotlandi en missti af leiknum gegn Tékkum vegna sóttkvínnar.

Leikur England og Þýskalands hefst klukkan 16.00 á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×