Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar en henni bárust einnig tilkynningar um rúðubrot í bifreið í Árbænum og innbrot í miðborginni og Laugardal.
Um klukkan 23 fór lögreglan í Kópavogi og Breiðholti á vettvang þegar tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi. Rætt var við þá sem voru á staðnum en engar frekari upplýsingar fylgja um málið.
Þá var einstaklingur handtekinn rétt fyrir kl. 22 í umdæminu Miðborg og Vesturbær, grunaður um eignaspjöll, brot á lögreglusamþykkt og hótanir. Var viðkomandi mjög ölvaður og vistaður í fangageymslum.