„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 13:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur. Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur.
Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11