Fótbolti

Sjáðu mörkin þegar Danir og Ítalir voru fyrstu þjóðirnar til að tryggja sæti sitt í átta liða úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ítalir mæta annað hvort Belgum eða Portúgölum í átta liða úrslitum.
Ítalir mæta annað hvort Belgum eða Portúgölum í átta liða úrslitum. Claudio Villa/Getty Images

Fyrstu tveir leikir 16-liða úrslita EM fóru fram í gær. Danir unnur 4-0 stórsigur gegn Wales, en Ítalir þurftu framlengingu til að slá Austurríkismenn úr leik. Lokatölur í þeim leik 2-1 þr sem öll mörkin voru skoruð í framlengingunni.

Kasper Dolberg kom Dönum yfir á 27.mínútu og var svo búinn að tvöfalda forystuna þegar seinni hálfleikur var aðeins þriggja mínútna gamall.

Joakim Maehle gerði út um vonir Wales þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma áður en Martin Braithwaite stráði salti í sárin á 94.mínútu þegar hann gulltryggði 4-0 sigur Danmerkur og miða í átta liða úrslit.

Það var heldur rólegra í seinni leik dagsins þegar Ítalir og Austurríkismenn mættust. Markalaust var þegar venjulegum leiktíma var lokið og því þurfti að grípa til framlengingar.

Federico Chiesa braut ísinn fyrir Ítalíu á fimmtu mínút framlengingar áður en Matteo Pessina tvöfaldaði forystuna rétt áður en fyrri hálfleik hennar lauk.

Sasa Kalajdzic minnkaði muninn fyrir Austurríkismenn á 114.mínútu, en nær komust þeir ekki og það eru því Ítalir sem eru á leið í átta liða úrslit.

Öll mörk gærdagsins má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×