„Ég er ekkert að draga dul á það að ég er hlutdrægur,“ sagði Ólafur Kristjánsson í þætti gærkvöldsins. „Ég vona að Danir vinni og fari sem lengst.“
Danir töpuðu fyrstu tveim leikjum sínum í riðlakeppni mótsins, en björguðu sér fyrir horn með sigri í lokaleik riðilsins og stálu öðru sætinu. Ólafur segir að framistaða Danmerkur í dag hafi ekki komið honum á óvart.
„Það er rosalega auðvelt að segja nei við því hvort þeir hafi komið mér á óvart. Það sem kannski kom mér á óvart er þessi orka sem við erum búin að sjá byggjast upp eftir, enn og aftur nefnum við þetta, tragískan atburð sem að hefur fengið betri þróun en leit út fyrir.“
„Bara hvernig þeir hafa yfirfært það yfir í þennan anda sem er í liðinu og aftur að skora og vera svona sannfærandi er bara virkilega vel gert.“
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.