Innlent

Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Scott Estill er maðurinn sem leitað er að við gosstöðvarnar. Hann er talinn vera klæddur í þessi föt.
Scott Estill er maðurinn sem leitað er að við gosstöðvarnar. Hann er talinn vera klæddur í þessi föt. Lögreglan á Suðurnesjm

Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að Scott sé fimmtíu og níu ára gamall, grannvaxinn og vel á sig kominn. Hann er talinn vera klæddur í þann fatnað sem má sjá á meðfylgjandi myndum. Hann er með DSLR myndavél með litríkri hálsól og klæddur í brúna gönguskó.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir við gosstöðvarnar síðan í gær. Síðast sást til Scott við hraunkantinn austast í Merardölum þar sem hann varð viðskila við konu sína.

Lögreglan biður alla þá sem telja sig hafa séð Scott, að skoða meðfylgjandi kort og merkja við þann stað þar sem sást til hans og senda lögreglunni á Facebook eða hafa samband við neyðarlínuna.

Lögreglan á Suðurnesjm
Fólk er beðið um að merkja inn á þetta kort ef það telur sig hafa séð Scott.Lögreglan á Suðurnesjm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×