Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júní 2021 12:45 Umfangsmikil leit stendur yfir í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. „Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.” Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.”
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24
Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59
Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52