Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Von er á því að verulegar breytingar á samkomutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt verði á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. Sýnt verður frá fyrsta flugtaki félagins í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um nýtt átak Eflingar og Stígamóta er miðar að því að ná til erlendra þolenda kynferðisofbeldis hér á landi og mikinn áhuga á svokölluðum skyndibrúðkaupum í Grafarvogskirkju auk sem staðan verður tekin á verkefninu Römpum upp Reykjavík.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×