Erlent

Synirnir kostuðu Karl 780 milljónir í fyrra

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Karl studdi Harry og Meghan fjárhagslega fram á síðasta sumar.
Karl studdi Harry og Meghan fjárhagslega fram á síðasta sumar. Getty/Max Mumby

Karl Bretaprins studdi son sinn Harry og eiginkonu hans Meghan fjárhagslega þar til síðasta sumar. Fjárhagsstuðningurinn varði í einhverja mánuði eftir að hertogahjónin af Sussex ákváðu að segja sig frá skyldustörfum fyrir konungsfjölskylduna.

Breskir miðlar hafa bent á að Harry hafi sagt í viðtalinu margfræga við Opruh Winfrey að hann hafi verið settur út á guð og gaddinn á fyrsta ársfjórðungi. Hertogahjónin neita því hins vegar að frásögn þeirra og formlegum upplýsingum frá skrifstofu Karls beri ekki saman. 

Talsmaður Karls segist sjálfur ekki vilja meina að um eiginlegt misræmi sé að ræða.

Samkvæmt uppgjöri krúnunnar fyrir fjárhagsárið 2020 til 2021 kostaði konungsveldið breska skattgreiðendur 87,5 milljónir punda, jafnvirði 15 milljarða króna. Um var að ræða 18,1 milljóna aukningu frá fyrra ári.

Kostnaður Karls vegna sona sinna tveggja nam 4,5 milljónum punda, en prinsinn hefur tekjur af hertogadæminu af Cornwall og ver þeim til að styðja fjölskyldu sína og ýmis góðgerðamál.

Talsmaður Karls hefur staðfest að Harry og Meghan séu nú fjárhagslega sjálfstæð en þau hafa gert afar ábótasama samninga við bæði Netflix og Spotify. Harry sagði Winfrey að samningarnir væru til þess gerðir að tryggja öryggi fjölskyldunnar.

Sjálfur erfði hann um 7 milljónir punda eftir móður sína, Díönu prinsessu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.