Fótbolti

Sjáðu verstu klúðrin á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ótrúlegt en satt skoraði Robert Lewandowski ekki úr þessu færi gegn Svíþjóð í gær.
Ótrúlegt en satt skoraði Robert Lewandowski ekki úr þessu færi gegn Svíþjóð í gær. getty/Joosep Martinson

Robert Lewandowski klúðraði ótrúlegu færi þegar Pólland tapaði fyrir Svíþjóð, 3-2, í E-riðli Evrópumótsins í gær. Þetta er þó langt því frá eina klúðrið á mótinu en farið var yfir þau verstu í EM í dag.

Í syrpunni koma nokkrir frábærir leikmenn við sögu, meðal annars sá markahæsti á EM, Cristiano Ronaldo, sem klúðraði algjöru dauðafæri í leik Portúgals og Ungverjalands. Memphis Depay, leikmaður Barcelona, fór einnig illa með sannkallað dauðafæri í leik Hollands og Úkraínu.

Þar má einnig sjá afar spaugilegt sjálfsmark sem Martin Dúbravka, markvörður Slóvakíu, skoraði í leiknum gegn Spáni í gær.

Klippa: Verstu klúðrin á EM

Syrpuna með verstu klúðrunum á EM til þessa má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Riðlakeppninni á EM lauk í gær en sextán liða úrslitin hefjast á laugardaginn. Þá mætast Wales og Danmörk annars vegar og Ítalía og Austurríki hins vegar.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×