Ungverjar yfir í flestar mínútur í Dauðariðlinum en fóru samt ekki áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 13:01 Ungverjar stóðu sig frábærlega en héldu ekki út á móti Þjóðverjum og því fór sem fór. AP/Lukas Barth Íslandsbanarnir í Ungverjalandi voru nálægt því að komast áfram í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í gærkvöldi en þýskt mark í blálokin breytti öllu. Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Sjá meira
Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Sjá meira