Ungverjar yfir í flestar mínútur í Dauðariðlinum en fóru samt ekki áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 13:01 Ungverjar stóðu sig frábærlega en héldu ekki út á móti Þjóðverjum og því fór sem fór. AP/Lukas Barth Íslandsbanarnir í Ungverjalandi voru nálægt því að komast áfram í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í gærkvöldi en þýskt mark í blálokin breytti öllu. Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu