Evrópumeistarar Portúgals og heimsmeistarar Frakklands gerðu 2-2 jafntefli í Búdapest. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Portúgala og Karim Benzema bæði mörk Frakka. Jafnteflið dugði báðum til að komast upp úr F-riðlinum.
Þjóðverjar komust í hann krappann og lentu tvisvar sinnum undir gegn Ungverjum í München. Leon Goretzka jafnaði fyrir Þýskaland sex mínútum fyrir leikslok og tryggði liðinu þar með 2. sætið í riðlinum. Ungverjaland sat hins vegar eftir með sárt ennið.
Fimm mörk voru skoruð í báðum leikjunum í E-riðli. Þeim var heldur ójafn skipt hjá Spánverjum og Slóvökum í Sevilla en spænska liðið vann 5-0 sigur. Aymeric Laporte, Pablo Sarabia og Ferran Torres skoruðu fyrir Spánverja auk þess sem Slóvakar skoruðu tvö sjálfsmörk.
Öllu meiri spenna var í leik Svíþjóðar og Póllands í St. Pétursborg. Svíar komust í 2-0 með tveimur mörkum Emils Forsberg en Robert Lewandowski jafnaði fyrir Pólverja. Í uppbótartíma slapp Viktor Claessen svo í gegnum pólsku vörnina, skoraði og tryggði Svíþjóð ekki bara sigurinn í leiknum heldur í riðlinum.
Mörkin átján úr leikjum gærdagsins á EM má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.