Fótbolti

„Verður með óbragð í munninum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewandowski var ansi svekktur í leikslok.
Lewandowski var ansi svekktur í leikslok. Dmitry Lovetsky/Getty

Atli Viðar Björnsson, spekingur EM í dag, segir að það verði erfitt fyrir Robert Lewandowski, framherja Póllands, að sofna í kvöld.

Pólland er úr leik á EM 2020 eftir 3-2 tap gegn Svíum í St. Pétursborg í kvöld en Pólverjar enduðu einungis með eitt stig í riðlinum.

Lewandowski skoraði bæði mörk Póllands í kvöld en brenndi algjörum dauðafærum af í fyrri hálfleik. Farið var yfir færin í uppgjörsþættinum að leiknum lokum.

„Þrátt fyrir að skora tvö mörk í dag þá mun hann vera lengi að sofna,“ sagði Atli Viðar.

„Hann verður með óbragð í munninum og verður lengi að sofna á koddanum í kvöld.“

Arnar Sveinn Geirsson, annar spekingur dagsins, segir að hefð Lewandowski jafnað metin í fyrri hálfleik hefði staðan verið önnur.

„Þetta hefði búið til öðruvísi leik. Ef við hefðum fengið fljótt jöfnunarmark þá hefðum við fengið öðruvísi leik,“ sagði Arnar Sveinn.

Klippa: EM í dag - Lewandowski umræða

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.