Fótbolti

Börsungar fylgjast með dönsku stjörnunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Damsgaard hefur leikið afar vel á EM til þessa.
Damsgaard hefur leikið afar vel á EM til þessa. EPA-EFE/BO AMSTRUP

Hinn tvítugi Mikkel Damsgaard hefur vakið ansi mikla athygli með Dönum á Evrópumótinu og mörg stórlið talin fylgjast með honum.

Damsgaard skoraði meðal annars eitt marka danska liðsins í 4-1 sigrinum á Rússlandi á mánudaginn sem skaut Dönum í sextán liða úrslit keppninnar.

Spænska dagblaðið Sport skrifar í dag að Börsungar séu að fylgjast með framgangi mála hjá framherjanum sem leikur nú með Sampdoria á Ítalíu.

Það eru ekki bara Börsungar sem eru taldir vera að fylgjast með Damsgaard því einnig eru önnur ítölsk félög, þar á meðal AC Milan, að fylgjast með gangi mála.

Damsgaard hefur leikið með Sampdoria frá síðasta sumri en hann er með samning hjá félaginu til ársins 2024.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.