Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 18:37 Lögreglumaðurinn starfar fyrir lögregluna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi. Sannað þótti í málinu að lögreglumaðurinn hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit í að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hann hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Daginn eftir að lögreglumaðurinn sem var ákærður leitaði í húsnæðinu ásamt félaga sínum fundust tæp 1,9 kíló af kannabisefnum og 1,7 lítrar af kannabisblönduðum vökva í húsnæðinu sem höfðu einnig verið þar kvöldið áður. Hafði áður reynt að rökræða við lögreglumanninn, án árangurs Fyrir Héraðsdómi Suðurlands bar lögreglumaðurinn að hann hefði ekki séð önnu kannabisefni við húsleitina en 300-500 millílítra af „gruggugu skítugu vatni“ í potti. Sá sem vísaði honum á efnið hafi tjjáði honum að hann hefði ætlað að búa til kannabisolíu en að efnið væri ónýtt eftir suðu. Lögreglumaðurinn hafi þá leitað af sér grun um að frekari kannabisefni væru í húsnæðinu en sagðist hann þó ekki hafa talið líklegt að það væri tilfellið. Hann hefði því ekki talið réttlætanlegt að „snúa svona húsi við á hvolf“. Úr dómnum má lesa að húsnæðið hafi ekki verið snyrtilegt. Neitaði lögreglumaðurinn að hafa séð tíu lítra fötu hálffulla af kannabislaufum eða svartan ruslapoka með afskorningum. Lögreglukona sem tók þátt í húsleitinni með honum sagðist fyrir dómi hafa tekið því sem svo að hann hefði vitað af fötunni og þá hefði hún séð hann halda á svarta ruslapokanum. Útilokaði hún að lögreglumaðurinn sem var ákærður hefði ekki séð fötuna þar sem hún hefði verið áberandi. Lögreglukonan kvaðst hafa gert ráð fyrir því að þau tækju efnin með sér þegar þau fóru frá húsinu. Þegar það gerðist ekki hafi henni fundið það skrýtin afgreiðsla. Hún hefði þó ekki þorað að taka fyrir hendurnar á félaga sínum þar sem hann hefði verið stjórnandi á vettvangi og með tíu ára starfsreynslu umfram hana. Auk þess hefði hún reynt að rökræða við hann áður „án þess að það hefði skilað neinu“. Þegar í lögreglubílinn var komið segir konan að félagi sinn hefði sagt sér að hann hefði ekki talið ástæðu til þess að taka efnin þar sem þau væru aðallega afklippur og rusl. Hann hefði þó beðið hana um að nefna það ekki við aðra lögreglumenn því einhverjir þeirra hefðu sennilegt tekið efnin. Þegar konan fór með öðrum lögreglumanni á vettvang daginn eftir lögðu þau hald á efnin. Lítið magn og lítil gæði Landsréttur taldi í dómi sínum að ekki yrði refsað fyrir brot lögreglumannsins nema að það væri framið af ásetningi og aðeins ef um væri að ræða gróf eða ítrekuð tilvik vanrækslu eða hirðuleysis. Ekkert hefði komið fram um að lögreglumaðurinn hefði haft ástæðu til þess að líta fram hjá fíkniefnunum auk þess sem sannað væri að hann hefði framkvæmt frekari leit í húsnæðinu og fyrir utan það. Aðstæður til leitar hefðu jafnframt verið erfiðar. Þá var ekki talið sannað að lögreglumaðurinn hefði séð, honum hlyti að hafa verið ljóst eða hann hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort að kannabisefni væru í fötunni. Þó að sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Staðfesti Landsréttur því sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júní í fyrra. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Sannað þótti í málinu að lögreglumaðurinn hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit í að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hann hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Daginn eftir að lögreglumaðurinn sem var ákærður leitaði í húsnæðinu ásamt félaga sínum fundust tæp 1,9 kíló af kannabisefnum og 1,7 lítrar af kannabisblönduðum vökva í húsnæðinu sem höfðu einnig verið þar kvöldið áður. Hafði áður reynt að rökræða við lögreglumanninn, án árangurs Fyrir Héraðsdómi Suðurlands bar lögreglumaðurinn að hann hefði ekki séð önnu kannabisefni við húsleitina en 300-500 millílítra af „gruggugu skítugu vatni“ í potti. Sá sem vísaði honum á efnið hafi tjjáði honum að hann hefði ætlað að búa til kannabisolíu en að efnið væri ónýtt eftir suðu. Lögreglumaðurinn hafi þá leitað af sér grun um að frekari kannabisefni væru í húsnæðinu en sagðist hann þó ekki hafa talið líklegt að það væri tilfellið. Hann hefði því ekki talið réttlætanlegt að „snúa svona húsi við á hvolf“. Úr dómnum má lesa að húsnæðið hafi ekki verið snyrtilegt. Neitaði lögreglumaðurinn að hafa séð tíu lítra fötu hálffulla af kannabislaufum eða svartan ruslapoka með afskorningum. Lögreglukona sem tók þátt í húsleitinni með honum sagðist fyrir dómi hafa tekið því sem svo að hann hefði vitað af fötunni og þá hefði hún séð hann halda á svarta ruslapokanum. Útilokaði hún að lögreglumaðurinn sem var ákærður hefði ekki séð fötuna þar sem hún hefði verið áberandi. Lögreglukonan kvaðst hafa gert ráð fyrir því að þau tækju efnin með sér þegar þau fóru frá húsinu. Þegar það gerðist ekki hafi henni fundið það skrýtin afgreiðsla. Hún hefði þó ekki þorað að taka fyrir hendurnar á félaga sínum þar sem hann hefði verið stjórnandi á vettvangi og með tíu ára starfsreynslu umfram hana. Auk þess hefði hún reynt að rökræða við hann áður „án þess að það hefði skilað neinu“. Þegar í lögreglubílinn var komið segir konan að félagi sinn hefði sagt sér að hann hefði ekki talið ástæðu til þess að taka efnin þar sem þau væru aðallega afklippur og rusl. Hann hefði þó beðið hana um að nefna það ekki við aðra lögreglumenn því einhverjir þeirra hefðu sennilegt tekið efnin. Þegar konan fór með öðrum lögreglumanni á vettvang daginn eftir lögðu þau hald á efnin. Lítið magn og lítil gæði Landsréttur taldi í dómi sínum að ekki yrði refsað fyrir brot lögreglumannsins nema að það væri framið af ásetningi og aðeins ef um væri að ræða gróf eða ítrekuð tilvik vanrækslu eða hirðuleysis. Ekkert hefði komið fram um að lögreglumaðurinn hefði haft ástæðu til þess að líta fram hjá fíkniefnunum auk þess sem sannað væri að hann hefði framkvæmt frekari leit í húsnæðinu og fyrir utan það. Aðstæður til leitar hefðu jafnframt verið erfiðar. Þá var ekki talið sannað að lögreglumaðurinn hefði séð, honum hlyti að hafa verið ljóst eða hann hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort að kannabisefni væru í fötunni. Þó að sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Staðfesti Landsréttur því sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júní í fyrra. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira