Lífið

Hafa reist fimm­tíu rampa á tveimur mánuðum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Borgarstjóri, forsætisráðherra og forseti íslands ásamt Haraldi Þorleifsyni, forsprakka Römpum upp Reykjavík á kynningarfundi verkefnisins í mars.
Borgarstjóri, forsætisráðherra og forseti íslands ásamt Haraldi Þorleifsyni, forsprakka Römpum upp Reykjavík á kynningarfundi verkefnisins í mars. Stöð 2/Sigurjón

Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir.

Slegið verður til götuhátíðar á morgun, fimmtudaginn 24. júní klukkan 14 þar sem fimmtugasti rampurinn verður vígður við hátíðlega athöfn við verslun Yeoman að Laugarvegi 7. 

Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en DJ Dóra Júlía mun þeyta skífum, Bjarni töframaður mun sýna töfrabrögð og eldgleypar, risar og furðufólk frá Sirkus Íslands munu leika listir sínar. 

Ríkisstjórn samþykkti fyrr á árinu að veita Aðgengissjóð Reykjavíkur þrjár milljónir króna í styrk sem ætlaður var verkefninu. Ákveðið var að byrja á miðborg Reykjavíkur þar sem aðgengið hreyfihamlaðra var talið vera verst.

Verkefnið hefur vonum framar og er gestum og gangandi boðið að koma og fagna þessum merka áfanga á morgun.

Fimmtugasti rampurinn í verkefninu Römpum upp Reykjavík verður vígður á morgun við hátíðlega athöfn.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.