Fótbolti

Sjáðu besta framherja heims klúðra þvílíku dauðafæri á ótrúlegan hátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Lewandowski endaði sjálfur í markinu en ekki boltinn.
Robert Lewandowski endaði sjálfur í markinu en ekki boltinn. AP/Dmitri Lovetsky

Pólski framherjinn Robert Lewandowski er vanur að nýta færin sín en hann átti eitt að klúðrum Evrópukeppninnar á móti Svíum í dag.

Lewandowski setti nýtt met í markaskorun í þýsku deildinni í vetur og hefur raðað inn mörkum undanfarin tímabil með Bayern München.

Pólska landsliðið þurfti á honum að halda og þá sérstaklega í dag þegar ekkert nema sigur á Svíum heldur þeim á lífi í Evrópumótinu.

Svíar skoruðu snemma en Lewandowski fékk þvílíkt dauðafæri á átjándu mínútu til að jafna metin.

Lewandowski skallaði þá tvisvar í slána með nokkurra sekúndna millibili og í því seinna var hann fyrir opnu marki af mjög stuttu færi. Lewandowski missti svo boltann í gegnum klofið þegar hann fékk boltann aftur.

Það var ótrúlegt að boltinn skuli ekki hafa farið í markið þarna og ekki síst þegar þarna var á ferðinni besti framherji heims undanfarin ár.

Hér fyrir neðan má sjá færið og það skemmir ekki fyrir að Rikki G lýsir þessu með tilþrifum.

Klippa: Dauðafæri LewandowskiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.