Innlent

Taka fólk með Pfizer-strika­merki fram fyrir röðina

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nokkur röð hefur myndast á bílastæðinu við Laugardalshöll.
Nokkur röð hefur myndast á bílastæðinu við Laugardalshöll. Vísir/Sólrún

Bólusetningum í Laugardalshöll í dag fer senn að ljúka og styttist í að þeir ríflega ellefu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer sem til stóð að gefa í dag klárist.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nokkur röð sé að myndast við höllina. Unnið sé að því að sigta fólk með eldri Pfizer-strikamerki úr röðinni, þar sem nánast allir sem boðaðir voru í dag ættu að hafa skilað sér nú þegar.

Ragnheiður segir að þegar búið verði að bólusetja þann hóp verði mögulega hægt að hleypa fólki án strikamerkis í bólusetningu, allt eftir því hvað birgðastaðan leyfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×