Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 11:35 Þegar lögreglu bar að garði í íþróttahúsinu var faðirinn í miklu uppnámi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu. Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira