Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 11:35 Þegar lögreglu bar að garði í íþróttahúsinu var faðirinn í miklu uppnámi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu. Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Það var snemma árs 2018 sem faðirinn ætlaði að sækja son sinn í skólann. Þeir feðgar höfðu ákveðið það daginn á undan en móðirin sem hefur forsjá með drengnum var ekki með í ráðum. Þegar faðirinn ætlaði að sækja son sinn í íþróttahús í bæjarfélagi nokkru neitaði móðirin. Bar hún fyrir sig að drengurinn væri hræddur að gista hjá föður sínum. Dómurinn féllst á það að móðirin hefði átt frumkvæði að snertingu með því að slá til barnsföður síns, mögulega með körfubolta. Faðirinn hefði verið í miklu uppnámi því hann hefði talið sig beittan órétti eftir langa deilu foreldranna. Uppnám hans réttlætti þó ekki að skalla barnsmóður sína. Kæru föður vísað frá Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að faðirinn hafi sömuleiðis kært móðurina fyrir líkamsárás í aðdraganda þess að hann skallaði hana. Því máli hefði verið vísað frá. Faðirinn á einn dóm að baki frá árinu 2011 fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Leit dómurinn til þess að hann hefði játað háttsemi sína, langur tími hefði liðið frá broti fram að útgáfu ákæru og að móðirin hefði átt fyrstu snertingu í átökum þeirra. Auk þess hefði faðirinn gengið til sálfræðings og virtist sú meðferð hafa skilað góðum árangri. Hann hefði síðan tekið á erfiðum málum af meiri stillingu. Þannig hefði hann sýnt vilja í verki til að bæta ráð sitt. Á hinn bóginn væru þau nákomin og atlaga að höfði væri alvarleg. Auk þess hefði brotið verið í viðurvist sonar hans og fleiri barna. Var hann því líka sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Þótti 30 daga skilorðsbundin refsing og 200 þúsund krónur í bætur hæfileg refsing fyrir föðurinn.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira