Innlent

Segir dóminn geta ýtt við hesta­manna­fé­lögum og komið í veg fyrir slys

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Niður­staða dómsins var sú að búast hefði mátt við við­brögðum hestsins og að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með merkingum.
Niður­staða dómsins var sú að búast hefði mátt við við­brögðum hestsins og að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með merkingum. Vísir/AP

Guð­rún Rut Heiðars­dóttir knapi hafði betur í skaða­bóta­máli sínu gegn Vá­trygginga­fé­lagi Ís­lands fyrr í mánuðinum eftir hesta­slys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn for­dæmis­gefandi og stað­festa það að hestamanna­fé­lög verði að passa betur upp á að­stæður og merkingar við skipu­lagðar æfingar.

Slysið varð á skeið­æfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reið­hallarinnar, fara eftir keppnis­brautinni endi­langri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni.

Þar var hins vegar ekki af­markað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guð­rún reið honum út úr höllinni, beygði snögg­lega upp með húsinu og stoppaði skyndi­lega svo hún datt af baki og þrí­ökkla­brotnaði.

For­maður hesta­manna­fé­lagsins með per­sónu­leg leiðindi

Hún taldi fyrst að at­vikið hefði verið ó­happ en áttaði sig síðan á því að niður­hægingar­braut fyrir hestinn hefði átt að vera af­mörkuð.

Mat dómsins var að við­brögð hests Guð­rúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, ó­af­markað svæði hafi verið við­brögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu lík­lega ekki orðið eins ef af­mörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins.

Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vá­tryggingar­fé­lagið og hesta­manna­fé­lagið Léttir vildu ekki bera á­byrgð á slysinu. „Hesta­manna­fé­lagið sjálft var bara með per­sónu­leg leiðindi við mig þegar ég á­vítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guð­rún.

„Ég fékk mjög leiðin­leg um­mæli frá for­manni hesta­manna­fé­lagsins á sínum tíma í per­sónu­legum skila­boðum – að ég væri að eyði­leggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðin­legt.“

Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra

Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hesta­manna­fé­lögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í fram­tíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys.

„Auð­vitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa á­kveðnar reglur um skipu­legar æfingar hjá hesta­manna­fé­lögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipu­legar æfingar hjá í­þrótta­fé­lögum,“ segir hún.

Hún rifjar þá upp hræði­legt slys Eddu Rúnar Ragnars­dóttur, vin­konu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeið­mót í Meistara­deildinni í hesta­í­þróttum. Hún er í hjóla­stól eftir slysið. „Þetta er bara ná­kvæm­lega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frá­rein,“ segir Guð­rún.

Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.