Fótbolti

Taktu prófið: Hvaða EM-hetja ert þú?

Sindri Sverrisson skrifar
Toni Kroos og Cristiano Ronaldo mættust í einum besta leik EM til þessa, í 4-2 sigri Þýskalands gegn Portúgal.
Toni Kroos og Cristiano Ronaldo mættust í einum besta leik EM til þessa, í 4-2 sigri Þýskalands gegn Portúgal. Getty/Alex Grimm

Stöð 2 Sport stendur fyrir sérstökum leik í tengslum við Evrópumótið í fótbolta þar sem hægt er að komast að því hvaða EM-hetju fólk líkist mest.

Keppni á EM er í algleymingi en það ræðst endanlega í kvöld og á morgun hvaða lið leika í 16-liða úrslitum mótsins, þar sem leikið verður til þrautar í hverjum leik.

Evrópumótið fór fyrst fram árið 1960 og er því haldið í sextánda sinn í ár. Miklar hetjur hafa orðið til eða náð hæstu hæðum á Evrópumótum í gegnum tíðina og með því að taka skemmtilegt próf á EMhetjur.is er hægt að sjá hverri þeirra maður líkist mest, og vinna til vinninga.

Hægt er að taka prófið með því að smella hér.

Keppni í 16-liða úrslitum hefst á laugardaginn og stendur yfir til 29. júní. Átta liða úrslit fara fram 2.-3. júlí og undanúrslitin 6.-7. júlí. Úrslitaleikur EM fer svo fram sunnudagskvöldið 11. júlí. 

Undanúrslitin og úrslitin fara fram á Wembley, fyrir framan yfir 60.000 áhorfendur, samkvæmt leyfi breskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×