Jafntefli banvænt fyrir Króatíu og Skotland en óvíst að það henti Englandi að vinna toppslaginn Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2021 14:02 Scott McTominay freistar þess að fylgja félaga sínum Marcus Rashford áfram í 16-liða úrslitin á EM í kvöld. Hér eigast þeir við í leik Skotlands og Englands sem lauk með markalausu jafntefli. Getty/Robbie Jay Barratt Tékkland og England leika um efsta sæti D-riðils á Wembley í kvöld en bæði lið eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum EM. Króatía og Skotland leika úrslitaleik þar sem jafntefli yrði banabiti fyrir bæði lið. Ljóst er að Króatía og Skotland munu spila til sigurs í kvöld. Liðin eru með eitt stig hvort og ef þau gera jafntefli eru þau bæði úr leik. Ef annað liðið vinnur leikinn endar það með fjögur stig og kemst í 16-liða úrslit, jafnvel þó að það endi í 3. sæti riðilsins. Eftir úrslit gærdagsins er nefnilega ljóst að fjögur stig duga til að fara áfram sem lið í 3. sæti. Það gæti því orðið fróðlegt að sjá Króatíu og Skotland bæði tilbúin að taka áhættu í lok leiks í kvöld, verði staðan þá jöfn. Staðan og leikirnir í D-riðli á EM. Tékkland eða England mun enda efst í riðlinum en það er ekki endilega eftirsóknarvert, því efsta lið riðilsins mætir liðinu úr 2. sæti í F-riðli (Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal eða Ungverjalandi). Sá leikur mun fara fram á Wembley. Liðið sem endar í 2. sæti D-riðils mætir liðinu úr 2. sæti E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi), sem ágætar líkur eru á að verði Spánn þó ómögulegt sé að segja til um það. Sá leikur fer fram á Parken í Kaupmannahöfn. Ef liðið í 3. sæti D-riðils kemst áfram mun það mæta efsta liði C-riðils (Hollandi) eða E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi). Tékkland getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Englandi og Króatía vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir Tékkland á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið). England getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Tékklandi og Skotland vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir England á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið). EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ljóst er að Króatía og Skotland munu spila til sigurs í kvöld. Liðin eru með eitt stig hvort og ef þau gera jafntefli eru þau bæði úr leik. Ef annað liðið vinnur leikinn endar það með fjögur stig og kemst í 16-liða úrslit, jafnvel þó að það endi í 3. sæti riðilsins. Eftir úrslit gærdagsins er nefnilega ljóst að fjögur stig duga til að fara áfram sem lið í 3. sæti. Það gæti því orðið fróðlegt að sjá Króatíu og Skotland bæði tilbúin að taka áhættu í lok leiks í kvöld, verði staðan þá jöfn. Staðan og leikirnir í D-riðli á EM. Tékkland eða England mun enda efst í riðlinum en það er ekki endilega eftirsóknarvert, því efsta lið riðilsins mætir liðinu úr 2. sæti í F-riðli (Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal eða Ungverjalandi). Sá leikur mun fara fram á Wembley. Liðið sem endar í 2. sæti D-riðils mætir liðinu úr 2. sæti E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi), sem ágætar líkur eru á að verði Spánn þó ómögulegt sé að segja til um það. Sá leikur fer fram á Parken í Kaupmannahöfn. Ef liðið í 3. sæti D-riðils kemst áfram mun það mæta efsta liði C-riðils (Hollandi) eða E-riðils (Svíþjóð, Slóvakíu, Spáni eða Póllandi). Tékkland getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Englandi og Króatía vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir Tékkland á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið). England getur aðeins endað í 3. sæti ef liðið tapar fyrir Tékklandi og Skotland vinnur nógu stóran sigur til að komast yfir England á markatölu (þremur mörkum munar á markatölu liðanna fyrir kvöldið).
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira