Alfreð: Boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2021 22:40 Alfreð var ósáttur við leik liðs síns í kvöld. Vísir/Bára Alfreð Elías Jóhannsson var eðlilega ósáttur við 4-0 tap Selfyssinga geg Breiðablik á heimavelli í kvöld. Alfreð segir að Blikastúlkur hafi gert vel í að refsa Selfyssingum fyrir sín mistök. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
„Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað 4-0,“ sagði Alfreð í leikslok. „En það er staðreynd og við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ „Við gerum tvö mistök í fyrri hálfleik og þær refsa okkur. Annað markið kom úr innkasti og þær skora af 20 metrum. En þetta er það sem alvöru lið gera, þau refsa.“ Breiðablik stjórnaði leiknum stærstan hluta leiksins og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfyssingar fóru að skapa sér nokkur færi. „Við vorum kannski aðeins of fyrirsjáanlegar í sóknarleiknum. Við þurfum aðeins að poppa það upp. En ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn þar sem við fengum nokkra sénsa og lágum svolítið á þeim. En það gekk ekki alveg í þetta skiptið.“ Selfyssingar byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Síðan þá hafa þær hinsvegar tapað tveim og gert eitt jafntefli. „Það sem við þurfum að gera núna er bara að halda áfram að æfa vel. Það er kraftur í þessum stelpum, en aftur á móti er þetta ekki búið að ganga vel í seinustu þrem leikjum og lítil uppskera. En boltinn er bara þannig, stundum upp og stundum niður og nú þarf bara að standa saman og halda áfram.“ Leikurinn í kvöld var færður af grasvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið á seinustu stundu þar sem að dómarum leiksins fannst línurnar á grasvellinum ekki nógu sýnilegar. Alfreð segir þó að það hafi ekki haft áhrif á hópinn, og hrósaði dómurunum fyrir vel unnin störf í kvöld. „Nei, það hafði engin áhrif. Dómaratríóið stóð sig bara mjög vel í þessum leik og þetta var eiginlega bara það langbesta sem ég hef fengið í sumar og ekkert út á það að setja. Línurnar sáust bara ekki á vellinum þarna hinumegin og við erum með nýtt og gott gervigras hérna þannig það var upplagt að nota það.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira