Fólk verði að tilkynna grun um mansal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 22:07 Karl Steinar Valsson er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Lögreglan Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis. Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis.
Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira