Fótbolti

Maguire klár í slaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire og samherjar fagna marki í undankeppni HM 2022.
Maguire og samherjar fagna marki í undankeppni HM 2022. Christopher Lee/Getty

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er að jafna sig á ökklameiðslum sem hafa haldið honum fyrir utan byrjunarliðið hjá enska landsliðinu í byrjun EM.

England vann 1-0 sigur á Króatíu í opnunarleiknum áður en þeir gerðu markalaust jafntefli við granna sína í Skotlandi á Wembley.

Annað kvöld er það svo síðasti leikurinn í riðlinum er þeir mæta Tékklandi og þar vonast Maguire til þess að spila en hann hefur verið að berjast við ökklameiðsli.

„Mér líður vel. Ég er að verða hraustari í ökklanum og fá meira sjálfstraust,“ sagði Maguire.

„Því fleiri æfingar og leiki sem ég er með í því betra verður þetta og það er alltaf þannig með þessi meiðsli.“

„Ég held að þetta snúist bara um að byggja upp sjálfstraust. Þetta er fínt núna, er tilbúinn og klár í slaginn.“

„Það eru allir leikir á EM mikilvægir og við munum reyna vinna þá alla en strákarnir eru búnir að koma okkur í góða stöðu með fjögur stig,“ sagði Maguire.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.