Í fyrsta skipti í 39 ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alaba og Xaver Schlager eru komnir í sextán liða úrslitin á EM.
Alaba og Xaver Schlager eru komnir í sextán liða úrslitin á EM. Justin Setterfield/Getty Images

Austurríki er komið áfram í sextán liða úrslit Evrópumótsins eftir 1-0 sigur á Úkraínu í C-riðlinum.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 21. mínútu eftir stoðsendingu frá fyrirliðanum David Alba.

Austurríki endar því í öðru sætinu með sex stig en Úkraína er í þriðja sætinu með þrjú stig.

Óvíst er hvort þeir fari áfram en það ræðst er öllum riðlunum er lokið og í ljós kemur hvaða lið eru með besta árangurinn í 3. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.