Danir enn á lífi og gætu komist áfram á færri gulum spjöldum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 14:30 Danir hafa fagnað einu marki á EM til þessa og það mark gæti reynst dýrmætt í kvöld. Getty/Stuart Franklin Danir eru með bakið upp við vegg og þurfa sigur gegn Rússum á Parken í kvöld til að eiga einhverja von um að komast í 16-liða úrslitin á EM. Lokaleikirnir í B-riðli hefjast kl. 19. Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Leik lokið: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sjá meira
Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti.
Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Leik lokið: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sjá meira
Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46