Leikmaður Skota hrósaði Grealish fyrir að vera myndarlegur og sagðist elska kálfana hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 12:00 Jack Grealish og Stephen O'Donnell í baráttunni í leik Englendinga og Skota á föstudaginn. O'Donnell var duglegur að hrósa útliti Grealishs eftir að hann kom inn á. getty/Craig Williamson Stephen O'Donnell, leikmaður skoska landsliðsins, beitti sérstakri aðferð til að verjast Jack Grealish í leiknum gegn Englandi á EM á föstudaginn. O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira
O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira
Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34