Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:30 Þórdís Kolbrún er þakklát fyrir stuðninginn. Hún segist ekki hafa talið sig eiga sigurinn vísan. Vísir/Vilhelm „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“ Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira