Fótbolti

Sjáðu 92 metra sprett Ronaldo: „Þvílíkur íþróttamaður“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ronaldo er ótrúlegur.
Ronaldo er ótrúlegur. Matthias Hangst/Getty Images)

Cristiano Ronaldo sýndi enn á ný hæfileika sína í fyrsta marki Portúgals gegn Þjóðverjum á EM í gær. Leiknum lauk með 4-2 sigri þeirra þýsku.

Cristiano Ronaldo kom Portúgal í forystu gegn Þýskalandi í gær með marki snemma leiks. Ronaldo skallaði þá frá marki eftir hornspyrnu þeirra þýsku og var mættur til að skila boltanum í netið hinu megin á vellinum skömmu síðar. Ronaldo náði mest 32 kílómetra hraða á 92 metra spretti sínum í aðdraganda marksins.

„Sjáið 36 ára gamlan toppíþróttamann.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, sem rakti markið frá upphafi til enda. „Það er hann sem skorar, þvílíkur íþróttamaður.“

„Það líða rúmlega 14 sekúndur frá því að Ronaldo snertir boltann eftir þessa hornspyrnu, skallar í burtu, þar til hann er kominn þarna alla leið yfir og potar boltanum í autt markið,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson.

„Það er bara viljinn, viljinn til að það sé einhver séns til að skora.“ sagði Kjartan Henry Finnbogason.

„Við sjáum [Diogo] Jota, það voru nokkur augnablik í síðasta leik þar sem hann gaf hann ekki á Ronaldo, og fékk að heyra það. Þarna tekur hann rétta ákvörðun og leyfði kónginum að fá sviðsljósið.“ bætir hann við.

Markið og umræðuna um það má sjá að neðan.

Klippa: Ronaldo

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Þýskur sigur í stórleiknum

Þýskaland hafði betur gegn Portúgal, 4-2, í stórleik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta. Portúgal komst yfir í leiknum en þeir þýsku skoruðu svo fjögur mörk áður en Portúgal minnkaði muninn.

Sjáðu sjálfsmörkin og skyndisóknina mögnuðu

Það er allt opið í D-riðlinum á EM í fótbolta. Þýskaland vann 4-2 sigur á Portúgal í dag og eru með þrjú stig, eins og Portúgalar, en Frakkar eru með fjögur og Ungverjar eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×