Innlent

Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leiðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leiðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum. Vísir/Vilhelm

Fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið birtar. Þórdís Kolbrún er með flest atkvæði.

Alls hafa 798 atkvæði verið talin úr flestum en ekki öllum kjördeildum. Í fyrsta sæti er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður flokksins, með 532 atkvæði.

Í öðru sæti er Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður flokksins, með 359 atkvæði í fyrsta til annað sæti.

Haraldur Benediktsson, þingmaður flokksins og bóndi, er í þriðja sæti með 389 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.

Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, er í fyrsta til fjórða sæti með 306 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.

Ætlar ekki að þiggja annað sætið

Haraldur Benediktsson lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann hygðist ekki þiggja annað sæti listans, tapi hann baráttunni um oddvitasætið fyrir Þórdísi Kolbrúnu.

Margar Sjálfstæðiskonur gagnrýndu þessa yfirlýsingu, þar á meðal Rósa Guðmundsdóttir. Hún sagði þetta vera sömu taktík og Haraldur hefði beitt í prófkjörinu árið 2013. Þar keppti Haraldur um oddvitasætið ásamt Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur og lýsti því yfir að hann tæki fyrsta sætið eða ekkert.


Tengdar fréttir

Hart barist um oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur í dag. Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefa bæði kost á sér í oddvitasætið.

Þór­dís og Haraldur etja kappi í Norð­vestur­kjör­dæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×