Fótbolti

IKEA, Volvo, ABBA og 4-4-2: Einfalt og virkar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Svíar spila einfalt og það virkar.
Svíar spila einfalt og það virkar. Pool/Getty Images/Kirill Kudryavtsev

Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í kringum EM í fótbolta, hélt stutta lofræðu um Svíþjóð í uppgjörsþætti gærkvöldsins. Dómsmálaráðherra misskildi þá aðeins leikkerfi þeirra sænsku.

„Ef ég segi Svíþjóð, hvað dettur þér í hug?“ spurði Ólafur dómsmálaráðherrann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem var gestur í setti í gærkvöld. Hún lá ekki á svörum en fataðist þó lítillega er hún lagði fram svarið: „4-4-5?“

„Það er landsnúmerið, kannski, mögulega.“ svaraði Ólafur. Sem leitaðist eftir almennari svörum.

„4-4-2, IKEA, Volvo, ef við höldum áfram - hvað er ABBA? Tvær konur, tveir karlar. Einfalt, virkar.“ sagði Ólafur sem var ekki hættur.

„Emil [í Kattholti], Lína Langsokkur, Astrid Lingren. Einfalt, virkar. Svíarnir eru þannig. Þeir eru kannski ekkert alltaf fancy en í dag heillaðist ég af Svíunum.“

Klippa: Svíar

Svíþjóð vann 1-0 sigur á Slóvakíu í gær og fór þar með langt að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Liðið er með fjögur stig á toppi E-riðils, stigi á undan Slóvakíu.

Þar á eftir kemur Spánn með eitt stig og svo eru Pólverjar án stiga. Spánn og Pólland eigast einmitt við í kvöld klukkan 19:00 og verður sá leikur í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

„Sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir“

Alexander Isak, framherji sænska landsliðsins, var valinn maður leiksins eftir 1-0 sigur liðsins á Slóvakíu í E-riðli Evrópumótins í dag. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport usu lofi yfir unga framherjann eftir leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.