Fótbolti

Sjáðu markasyrpu gærdagsins: Fámennt en góðmennt

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ivan Perisic er sá eini sem skoraði úr opnum leik á EM í gær.
Ivan Perisic er sá eini sem skoraði úr opnum leik á EM í gær. Goran Stanzl/Pixsell/MB Media/Getty Images

Þrír leikir fóru að venju fram á EM karla í fótbolta víðsvegar um Evrópu í gær. Mörkin létu heldur á sér standa miðað við síðustu daga.

Aðeins voru skoruð þrjú mörk í leikjunum þremur og komu tvö þeirra úr vítaspyrnum. Fyrsta markið skoraði Svíinn Emil Forsberg í 1-0 sigri þeirra sænsku á Slóvakíu sem fór langt með að tryggja sæti þeirra sænsku í 16-liða úrslitum. Síðari leikurinn í þeim riðli fer fram í kvöld þegar Spánn mætir Póllandi klukkan 19:00.

Tveir leikir voru þá í D-riðli keppninnar í gær. England og Skotland skildu jöfn 0-0 á Wembley en tvö mörk voru skoruð er Króatía gerði 1-1 jafntefli við Tékka á Hampden Park.

Patrik Schick kom Tékkum yfir með marki úr umdeildri vítaspyrnu en Ivan Perisic jafnaði fyrir þá króatísku með þrumufleyg.

Mörkin þrjú má sjá í spilaranum að neðan.

Klippa: Markasyrpa á EM 18. júní

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×