Innlent

Sverði Vig­dísar ætlað að verja vísindi og þekkingu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, afhendir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, sverðið.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, afhendir Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, sverðið. Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Sýning helguð forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttir, fyrrum forseta Íslands, verður sett upp í Loftskeytastöðinni. Persónulegir munir Vigdísar verða til sýnis, en hún afhenti Háskóla Íslands munina við hátíðlega athöfn í morgun. Þeirra á meðal er sverð sem hún fékk gefins í Finnlandi.

Háskóli Íslands var stofnaður þann 17. júní árið 1911 og fagnar skólinn því hundrað og tíu ára afmæli í dag. Að því tilefni var sérstök hátíðardagskrá í háskólanum í morgun þar sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Jón Atli Benediktsson, rektor skólans skrifuðu undir viljayfirlýsingu á milli Háskóla Íslands og ríkisstjórnarinnar um að setja á fót sýningu helgaða forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttur.

Athöfnin var hátíðleg í dag.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Á athöfninni afhenti Vigdís Háskóla Íslands muni frá forsetatíð sinni sem verða grundvöllur sýningarinnar.

Hvaða munir eru þetta sem þú ert að gefa? 

„Það eru munir sem mér hafa hlotnast á forsetaferlinum og þar er besta gjöfin sverð sem mér var gefið í Finnlandi og ég var látin slípa á hverfissteini og er merkt því. Sem á að verja vísindin og þekkingu í heiminum,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.

Auk sverðsins verður fatnaður Vigdísar til sýnis, til að mynda þekktur ullarkjóll sem sjá má hér að neðan.  Munirnir verða færðir í Loftskeytastöðina þar sem sýningin verður opnuð á næsta ári.

Ullarkjóllinn þekkti.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Rætt var við Jón Atla Benediktsson, rektor í hádegisfréttum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×