Innlent

Al­var­legt fjór­hjóla­slys í Borgar­firði

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þurft að flytja tvo á spítala í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þurft að flytja tvo á spítala í dag. vísir/vilhelm

Þyrla Land­helgis­gæslunnar sótti mann í dag sem hafði lent í fjór­hjóla­slysi í ná­grenni Borgar­ness. Slysið var al­var­legt að sögn lög­reglunnar á Vestur­landi.

Ás­mundur Kristinn Ás­munds­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Vestur­landi, gat ekki sagt mikið meira um slysið þegar Vísir náði tali af honum. Verið væri að vinna í málinu og von væri á til­kynningu frá lög­reglunni innan skamms.

Slysið varð á tólfta tímanum í morgun.

Þyrla Land­helgis­gæslunnar var síðan kölluð út í annað sinn á fimmta tímanum í dag til að sækja ein­stak­ling í Stykkis­hólm vegna veikinda. Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi gæslunnar, hafði ekki upp­lýsingar um líðan þess sem var sóttur þar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.