Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 11:17 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi. Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson. Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson.
Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15