„Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 11:31 Katrín flutti ávarp á Austurvelli í dag. vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hún telur að heimsfaraldurinn hafi skapað mikla samstöðu meðal Íslendinga og jafnvel gert þá að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið. „Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna. 17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna.
17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira