Hafnaði Spáni og varð heimsmeistari en mun aldrei skilja af hverju pabbi fór Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 14:31 Lucas Hernandez með Martin son sinn eftir að hafa verið kynntur sem dýrasti leikmaður í sögu Bayern München. Getty/Alexander Hassenstein Dýrasti leikmaður sem Bayern München hefur nokkru sinni fest kaup á er varnarmaðurinn Lucas Hernandez. Antoine Griezmann fékk hann til að spila með franska landsliðinu og saman urðu þeir heimsmeistarar árið 2018. Hernandez og Griezmann verða eflaust í sviðsljósinu í kvöld þegar stórleikur Frakka og Þjóðverja hefst kl. 19, á Evrópumótinu. Frakkar rétt misstu af Evrópumeistaratitlinum árið 2016 en þá var Hernandez ekki kominn inn í myndina, og enn að velta því fyrir sér hvort hann myndi spila með franska eða spænska landsliðinu. Hernandez er fæddur í Frakklandi og lék með yngri landsliðum Frakka en í grein um hann á vef The Guardian segir að hann hafi lengi talið sig „meira spænskan en franskan“. Hernandez ólst nefnilega upp á Spáni þar sem faðir hans, Jean-Francois, lauk ferli sínum sem knattspyrnumaður. Pabbinn stakk svo af um miðja nótt, búinn að steypa fjölskyldunni í skuldir. Lucas var þá sjö ára og þeir Theo, litli bróðir hans sem er leikmaður AC Milan í dag, fengu því sitt uppeldi alfarið hjá mömmu sinni, Laurence, og foreldrum hennar. Ekki hægt að bæta fyrir það sem hann gerði Lucas eignaðist sjálfur sinn fyrsta son, Martin, tveimur vikum eftir að hafa orðið heimsmeistari í Rússlandi. Eftir að hafa sjálfur orðið faðir á Lucas enn erfiðara með að skilja ákvörðun pabba síns: „Það mikilvægasta í mínu lífi er sonur minn. Ég geri allt fyrir hann. Ég hef aldrei skilið og mun aldrei skilið hvernig minn [faðir] gat yfirgefið okkur; mömmu mína, mig og Theo litla bróður. Það veit enginn neitt um hann. Ef að hann myndi einn daginn snúa aftur og vilja hitta mig þá myndi ég samþykkja það. Ef hann vill útskýra ákvörðun sína og svo fara, ekkert mál. Líffræðilega þá er hann pabbi minn en ég mun aldrei líta þannig á hann. Það er ekki hægt að bæta fyrir það sem hann gerði,“ sagði Hernandez. Kylian Mbappe og Lucas Hernandez á æfingu franska landsliðsins fyrir stórleikinn við Þýskaland í kvöld.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Hernandez vakti snemma athygli útsendara Atlético Madrid sem fengu hann inn í akademíu félagsins. Hjá Atlético hóf Hernandez svo ferilinn, undir handleiðslu Diego Simeone, og lærði hvernig á að verjast. Stóð til boða að spila fyrir Spán Hjá Bayern hefur Hernandez átt erfiðara með að festa sig í sessi, hjá liði þar sem ríkari krafa er um sóknarhæfileika og eitt stykki Alphonso Davies er til staðar. Hann hefur hins vegar átt fast sæti í sterkasta byrjunarliði Frakka frá því að hann fékk símtal frá Didier Deschamps landsliðsþjálfara, þremur mánuðum fyrir HM. Julen Lopetegui, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, reyndi að fá Hernandez í spænska landsliðið og Hernandez gat vel hugsað sér að spila fyrir Spán. Eftir samræður við Griezmann, sem var liðsfélagi hans hjá Atlético, og Deschamps var hins vegar ekki aftur snúið og Frakkar hafa svo sannarlega notið góðs af því. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Hernandez og Griezmann verða eflaust í sviðsljósinu í kvöld þegar stórleikur Frakka og Þjóðverja hefst kl. 19, á Evrópumótinu. Frakkar rétt misstu af Evrópumeistaratitlinum árið 2016 en þá var Hernandez ekki kominn inn í myndina, og enn að velta því fyrir sér hvort hann myndi spila með franska eða spænska landsliðinu. Hernandez er fæddur í Frakklandi og lék með yngri landsliðum Frakka en í grein um hann á vef The Guardian segir að hann hafi lengi talið sig „meira spænskan en franskan“. Hernandez ólst nefnilega upp á Spáni þar sem faðir hans, Jean-Francois, lauk ferli sínum sem knattspyrnumaður. Pabbinn stakk svo af um miðja nótt, búinn að steypa fjölskyldunni í skuldir. Lucas var þá sjö ára og þeir Theo, litli bróðir hans sem er leikmaður AC Milan í dag, fengu því sitt uppeldi alfarið hjá mömmu sinni, Laurence, og foreldrum hennar. Ekki hægt að bæta fyrir það sem hann gerði Lucas eignaðist sjálfur sinn fyrsta son, Martin, tveimur vikum eftir að hafa orðið heimsmeistari í Rússlandi. Eftir að hafa sjálfur orðið faðir á Lucas enn erfiðara með að skilja ákvörðun pabba síns: „Það mikilvægasta í mínu lífi er sonur minn. Ég geri allt fyrir hann. Ég hef aldrei skilið og mun aldrei skilið hvernig minn [faðir] gat yfirgefið okkur; mömmu mína, mig og Theo litla bróður. Það veit enginn neitt um hann. Ef að hann myndi einn daginn snúa aftur og vilja hitta mig þá myndi ég samþykkja það. Ef hann vill útskýra ákvörðun sína og svo fara, ekkert mál. Líffræðilega þá er hann pabbi minn en ég mun aldrei líta þannig á hann. Það er ekki hægt að bæta fyrir það sem hann gerði,“ sagði Hernandez. Kylian Mbappe og Lucas Hernandez á æfingu franska landsliðsins fyrir stórleikinn við Þýskaland í kvöld.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Hernandez vakti snemma athygli útsendara Atlético Madrid sem fengu hann inn í akademíu félagsins. Hjá Atlético hóf Hernandez svo ferilinn, undir handleiðslu Diego Simeone, og lærði hvernig á að verjast. Stóð til boða að spila fyrir Spán Hjá Bayern hefur Hernandez átt erfiðara með að festa sig í sessi, hjá liði þar sem ríkari krafa er um sóknarhæfileika og eitt stykki Alphonso Davies er til staðar. Hann hefur hins vegar átt fast sæti í sterkasta byrjunarliði Frakka frá því að hann fékk símtal frá Didier Deschamps landsliðsþjálfara, þremur mánuðum fyrir HM. Julen Lopetegui, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, reyndi að fá Hernandez í spænska landsliðið og Hernandez gat vel hugsað sér að spila fyrir Spán. Eftir samræður við Griezmann, sem var liðsfélagi hans hjá Atlético, og Deschamps var hins vegar ekki aftur snúið og Frakkar hafa svo sannarlega notið góðs af því. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu