Innlent

Manna­bein fundust í fjöru í Húna­vatns­sýslu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Beinin fundust í fjörunni á Skaga í Húnavatnssýslu.
Beinin fundust í fjörunni á Skaga í Húnavatnssýslu. Vísir/Vilhelm

Íbúi á Skaga í Húnavatnssýslu fann eftir hádegi í gær bein sem talin eru vera úr manni. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar til og fór ítarleg leit fram á svæðinu í kring en ekkert fleira fannst sem talið er geta tengst beininu.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir í samtali við fréttastofu að talið sé að um handleggsbein sé að ræða. Það sé þó ekki víst og hafi beinin verið send suður til kennslanefndar ríkislögreglustjóra til rannsóknar.

Beinin fundust um klukkan tvö eftir hádegi í gær. Íbúinn sem fann beinin hringdi á lögreglu sem kallaði til björgunarsveitir. Björgunarsveitir leituðu á svæðinu og gengu fjörur fram eftir kvöldi en ekkert frekara fannst sem talið er geta tengst beininu.

Stefán segist ekki geta sagt til um hvort beinin séu gömul eða ekki. Það sé á borði kennslanefndar að greina það.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.