Innlent

Sumarið svíkur Íslendinga

Jakob Bjarnar skrifar
Einar Sveinbjörnsson segir að klárlega sé um að ræða einn mesta kulda af þessum toga í áraraðir.
Einar Sveinbjörnsson segir að klárlega sé um að ræða einn mesta kulda af þessum toga í áraraðir.

Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Eins og Vísir greindi frá hefur Einar Sveinbjörnsson lesið það úr veðurkortunum að sumarið verði með kaldara móti framan af. Hann greinir nú frá því, á síðu sinni Bliku, að í nótt hafi verið frost á Akureyri: -1.0°C. Sögulega köld nótt.

Sú „kaldasta svo seint í júní frá því 1978 þegar frysti 23. júní. Á láglendi var kaldast í nótt -5,0°C á Reykjum í Fnjóskadal og -4,9°C á Végeirsstöðum í sömu sveit.“

Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna dæmi um annað eins og þetta. Um þetta leyti sumars var enn kaldara 10. júní 1973 þegar frostið fór niður í 6,7 stig á Vöglum og 6,3 stig á Staðarhóli í Aðaldal.

„Klálega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, en samanburður vissulega erfiður þar sem mest er af köldum dögum í blábyrjun mánaðarins,“ segir Einar.

Kortið frá Veðurstofunni sýnir hita í 850 hPa fletium og þykktina sem var á miðnætti norðan lands um 5210 m.

„Þetta er óvenjulega kaldur loftmassi yfir landinu sama hvaða sjónarhorni er beitt. Hvenær svo kalt var síðast veit ég ekki, en þykktin er áþekk og í frægu N-áhlaupi sem gerði 17. júní 1959,“ segir veðurfræðingurinn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×