Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2021 13:22 Í síðustu viku voru umsóknirnar 88 á dag að meðaltali. Það er mikil fjölgun miðað við í vikurnar apríl. Vísir/Óttar Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira