Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2021 13:22 Í síðustu viku voru umsóknirnar 88 á dag að meðaltali. Það er mikil fjölgun miðað við í vikurnar apríl. Vísir/Óttar Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira