Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2021 13:22 Í síðustu viku voru umsóknirnar 88 á dag að meðaltali. Það er mikil fjölgun miðað við í vikurnar apríl. Vísir/Óttar Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira