Innlent

Útför Johns Snorra í næstu viku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal. John Snorri fagnaði sigri á mörgu fjallinu á fjórum árum í baráttu við hæstu tinda heimsins.
John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal. John Snorri fagnaði sigri á mörgu fjallinu á fjórum árum í baráttu við hæstu tinda heimsins.

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður þriðjudaginn 22. júní. Lína Móey eiginkona hans greinir frá þessu í færslu á Facebook.

John Snorri stefndi á topp K2 þann 5. febrúar síðastliðinn ásamt þeim Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile. Ekkert spurðist til þeirra í tvær vikur og voru þeir formlega taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum þann 18. febrúar.

Fjallgöngukappinn Colin O'Brady minntist Johns Snorra, Ali og Juan Pablo auk fleiri fjallgöngukappa á toppi Mount Everest í gær. O'Brady var á meðal þeirra sem reyndu að toppa K2 í upphafi árs en þurfti frá að hverfa.

Metnaður John Snorra þegar kom að fjallamennsku fór ekki fram hjá neinum. Afrek hans undanfarin áratug hafa enn fremur skráð hann í sögubækurnar, ekki aðeins hér á landi heldur í fjallamennskuheiminum.

K2 að vetrarlagi átti ekki að vera endastöð. Hann ætlaði sér að toppa alla átta þúsund metra tinda á jörðinni.

Rúm fjögur ár eru síðan hann stóð fyrstur Íslendinga á toppi K2. Það var ekki nóg. Hann ætlaði að verða fyrstur í heiminum á toppinn að vetrarlagi.

Útför Johns Snorra verður frá Vídalínskirkju.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.