„Það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2021 18:32 Tónlistarkonan Lára Rúnars hefur gefið út sex sólóplötur. Kristín Pétursdóttir Lára Rúnars var að senda frá sér lagið Landamæri sem hún syngur með manninum sínum Arnari Gíslasyni, best þekktur sem einn fremsti trommuleikari landsins. Hann hefur unnið meðal annars með Mugison, Jónasi Sig, Ensími og Dr.Spock. „Landamæri fjallar um fegurð þess að opna hjartað og vegferðina þangað, um breiskleika mannsins og hvað það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta,“ segir Lára um lagið. „Ég græt milljón tárum og ég græt allan himininn. Ég græt það sem ég get ekki stjórnað, það sem ég hef elskað og misst eða aldrei átt. Ég hef skapað á milljón árum landamærin umhverfis mig.“ Lagið vann Lára með upptökustjóranum Arnari Guðjónssyni (Warmland, Leaves) en þau eru nú að leggja lokahönd á komandi breiðskífu Láru. Lagið Landamæri má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lára Rúnars - Landamæri Lára er tónlistarkona, frumkvöðull og meðferðaraðili. Hún er stofnandi og eigandi af ANDAGIFT // INSPIRE sem er vettvangur fyrir sköpun, samfélag og heilun. Lára er jógakennari, hljóðheilari og nemi í NA- Shamanisma. Kristín Pétursdóttir Hún er með meistaragráðu í Kynjafræðum og er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist en Lára gegndi þar bæði formennsku og varaformennsku fyrstu ár félagsins. Lára hefur gefið út sex sólóplötur og fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er meðal annars spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins. Tónlist Tengdar fréttir Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. 8. júní 2021 20:02 Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar 7.8 milljónum í styrkjum til listamanna Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 7.800.000 kr. en alls hlutu 42 listamenn styrk að þessu sinni. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina voru Moses Hightower, Auður, Árstíðir, BSÍ, Elín Ey, Flóni, Helgi Sæmundur, Svala Björgvins, Ragnheiður Gröndal, Mr. Silla og Valdimar. 14. ágúst 2020 13:42 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Landamæri fjallar um fegurð þess að opna hjartað og vegferðina þangað, um breiskleika mannsins og hvað það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta,“ segir Lára um lagið. „Ég græt milljón tárum og ég græt allan himininn. Ég græt það sem ég get ekki stjórnað, það sem ég hef elskað og misst eða aldrei átt. Ég hef skapað á milljón árum landamærin umhverfis mig.“ Lagið vann Lára með upptökustjóranum Arnari Guðjónssyni (Warmland, Leaves) en þau eru nú að leggja lokahönd á komandi breiðskífu Láru. Lagið Landamæri má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lára Rúnars - Landamæri Lára er tónlistarkona, frumkvöðull og meðferðaraðili. Hún er stofnandi og eigandi af ANDAGIFT // INSPIRE sem er vettvangur fyrir sköpun, samfélag og heilun. Lára er jógakennari, hljóðheilari og nemi í NA- Shamanisma. Kristín Pétursdóttir Hún er með meistaragráðu í Kynjafræðum og er einn stofnanda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist en Lára gegndi þar bæði formennsku og varaformennsku fyrstu ár félagsins. Lára hefur gefið út sex sólóplötur og fékk íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag sitt Altari árið 2020. Lára er annar meðlimur hljómsveitarinnar SILVRA, ásamt Arnari Guðjónssyni, en tónlist SILVRU er meðal annars spiluð í Retreat Spa Bláa Lónsins.
Tónlist Tengdar fréttir Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. 8. júní 2021 20:02 Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar 7.8 milljónum í styrkjum til listamanna Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 7.800.000 kr. en alls hlutu 42 listamenn styrk að þessu sinni. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina voru Moses Hightower, Auður, Árstíðir, BSÍ, Elín Ey, Flóni, Helgi Sæmundur, Svala Björgvins, Ragnheiður Gröndal, Mr. Silla og Valdimar. 14. ágúst 2020 13:42 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. 8. júní 2021 20:02
Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 úthlutar 7.8 milljónum í styrkjum til listamanna Tónskáldasjóður Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í samvinnu við STEF úthlutað 7.800.000 kr. en alls hlutu 42 listamenn styrk að þessu sinni. Meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina voru Moses Hightower, Auður, Árstíðir, BSÍ, Elín Ey, Flóni, Helgi Sæmundur, Svala Björgvins, Ragnheiður Gröndal, Mr. Silla og Valdimar. 14. ágúst 2020 13:42